SOS Þjónusta

Þjónusta

Viðgerðir

Við bjóðum þér að koma á staðinn, gera úttekt á lögnum, lagnakerfum og gera þér verðtilboð, gjald fyrir verkskoðun og tilboð er 35.000 kr og akstur 6.950 kr án vsk, ef tilboði er tekið fellur gjaldið niður.

Nýlagnir

Tökum að okkur stór sem smá verkefni í nýlögnum. Notum nýjustu efni og aðferðir. Höfum getu til að takast á við stór verkefni á þessu sviði.

Breytingar

Önnumst breytingar á eldri lögnum og lagnakerfum. Við erum þekkt fyrir snyrtilegar og hagkvæmar lausnir þegar kemur að breytingum og endurnýjun á lögnum í eldri húsum. Aðalsmerki okkar er snyrimennska og góð umgengni.

Viðhald

Sinnum viðhaldi á öllum tegundum lagna og lagnakerfa. við leggjum áherslu á fyrirbyggjandi viðhald með því að skoða alla þætti kerfisins og gera viðeigandi ráðstafanir. Gerum viðhaldssamninga við fyrirtæki og húsfélög sem m.a. felur í sér að við stillum hitakerfi vor og haust til að tryggja hámarksorkunýtingu.

Fyrirtækjaþjónusta

Við bjóðum fyrirtækjum heildarlausnir á sviði pípulagna. Við þekkjum vel til þarfa fyrirtækja enda eigum við að baki langan farsælan feril í þjónustu við fasteignafélög á borð við Félagsbústaði og Búseta.

Þjónusta við húsfélög

Við höfum langa reynslu af þjónustu við húsfélög og þekkjum vel til þeirra þarfa. Við mætum á staðinn tvisvar á ári, yfirförum mælagrind og stillum innstreymi til þess að ná hámarkshagkvæmni í orkunýtingu.

Drenlagnir, skólplagnir og snjóbræðslukerfi

Við sjáum um að leggja og endurnýja drenlagnir, skólplagnir og snjóbræðslulagnir.
Útvegum allan búnað sem þarf til verksins og sjáum um það frá upphafi til enda.

Heildarlausnir

Ertu að leita að heildarlausn?
Við útvegum þér t.d. rafvirkja, múrara og garðyrkjumenn. Hafðu samband og við finnum réttu lausnina fyrir þig.

Ummæli

Umsagnir viðskiptavina

„TM hefur keypt þjónustu af SOS lögnum á þriðja áratug og hefur þjónustan alla tíð einkennst af fyrsta flokks fagmennsku, snyrtimennsku og lipurð í hvívetna.”

Hjálmar Sigurþórsson

Framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu hjá Tryggingamiðstöðinni hf

„S.O.S lagnir hafa þjónustað Búseta vel á annan áratug við góðan orðstír. Þjónustan hefur einkennst af lipurð, fagmennsku og snyrtimennsku og er því óhætt að mæla með þeim”.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson

Framkvæmdastjóri Búseta hsf

„Í þeim verkefnum sem við höfum notað SOS lagnir hefur þjónusta þeirra verið til fyrirmyndar.
Þjónustan hefur ávallt verið áreiðanleg og verkefnin faglega unnin.”

Guðmundur Helgi Guðjónsson

VÖRÐUR tryggingar hf.

„Það er mér ánægja að lýsa því yfir að viðskipti okkar við SOS lagnir á undanförnum tuttugu árum hafa verið algerlega hnökralaus. Þjónusta SOS lagna hefur ávalt verið mjög fagleg og öll verk unnin án tafa. Auk þess gefa viðskiptamenn Vátryggingafélags Íslands hf SOS lögnum mjög góða umsögn”.

Þorsteinn Þorsteinsson

Vátryggingafélag Íslands hf

„SOS-lagnir hafa á undanförnum árum unnið fjölmörg verk fyrir Félagsbústaði hf. Samstarfið hefur alla tíð gengið einstaklega vel og gæði og öryggi þjónustunnar verið til fyrirmyndar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið verk sín af kostgæfni og verið einkar liprir í mannlegum samskiptum en slíkt er afar mikilvægt varðandi alla þjónustu á vegum Félagsbústaða hf.”

Þórarinn Magnússon

Forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða hf.

„Undanfarin ár hef ég verið ráðgjafi húsfélaga um endurbætur á hitakerfum húsa, aðalega gamalla geislahitunarkerfa. Ég hef lagt á ráðin og sagt fyrir hvernig endurnýja skal kerfin. Flest þessara verkefna hafa SOS lagnir unnið. Það fyrirtæki hefur mjög góða fagmenn í sinni þjónustu sem vinna vel, eru skipulagðir og ganga vel um hýbýli fólks sem er mikilvægt atriði, enda er nánast hvarvetna unnið í íbúðum sem búið er í.”

Sigurður Grétar Guðmundsson

Vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi.

„Össur hf hefur keypt þjónustu af S.Ó.S. síðastliðin áratug og hefur þjónustan alla tíð einkennst af fagmennsku, snyrtimennsku og lipurð.”

Ívar Guðmundson

Technicla Sevice Manager

„SOS lagnir velja traustan og góðan búnað þegar setja þarf upp ný kerfi, eða endurbæta gömul. Þeir hafa verð viðskiptavinir Danfoss í áraraðir, sótt námskeið hjá okkur og verið áhugasamir um nýjungar. SOS lagnir hafa því langa reynslu í uppsetningu og stillingum á búnaði frá Danfoss. Við getum því hiklaust mælt með þeim þegar setja þarf upp slíkan búnað – við vitum að þeir kunna þetta strákarnir!”

Sigurður Geirsson

Framkvæmdastjóri Danfoss hf.